Fótbolti

Griezmann: 60 prósent líkur á því að ég fari til Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antoine Griezmann fagnar marki á móti Íslandi á EM.
Antoine Griezmann fagnar marki á móti Íslandi á EM. Vísir/EPA
Antoine Griezmann, franski framherjinn hjá Atletico Madrid, segir góðar líkur vera á því að hann fari til enska liðsins Manchester United í sumar.

Þessi 26 ára gamli leikmaður sagði frá því í viðtali í franka sjónvarpsþættinum Quotidien. BBC segir frá.

„Ég held að ég muni ákveða framtíð mína á næstu tveimur vikum,“ sagði Antoine Griezmann en hann var í framhaldinu spurður út í orðróminn um að hann væri að fara til Jose Mourinho hjá Manchester United.

„Mögulegt, mögulegt,“ svaraði Griezmann. En hverjar eru líkurnar frá einum til tíu? „Sex,“ svaraði Antoine Griezmann.

Griezmann játti því að þetta væri í fyrsta sinn sem hann talaði opinberlega um möguleikann á því að fara til enska stórliðsins.

Antoine Griezmann varð marhkaæsti leikmaður Evrópumótsins í Frakkklandi síðasta sumar og hann skoraði 26 mörk fyrir Atletico á þessu tímabili.

Hann varð í þriðja sæti í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims fyrir árið 2016 á eftir þeim  Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Manchester United getur keypt Griezmann út úr samningi hans við Atletico en það mun kosta félagið 100 milljónir evra.

Næst á dagskrá hjá Manchester United er að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni en það getur liðið gert með sigri á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Það má búast við því að Antoine Griezmann fylgist vel með þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×