Viðskipti innlent

Fáðu þér göngutúr um Costco

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikil röð hefur myndast fyrir utan verslun Costco í Kauptúni.
Mikil röð hefur myndast fyrir utan verslun Costco í Kauptúni. Vísir/eyþór
Líkt og alþjóð veit mun bandaríski verslunarrisinn Costco opna sína fyrstu búð hérlendis í Kauptúni á morgun. Eftirvæntingin er gríðarleg og var stöðugur straumur fólks í búðina í dag en að minnsta kosti 35 þúsund manns hafa orðið sér úti um Costco aðildarkort.

Í kvöld var haldið sérstakt opnunarhóf fyrir boðsgesti og þeim gefinn kostur á að skoða verslunina, sem er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi.

Bandaríska sendiráðið birti myndband úr opnunarhófinu þar sem sá sem heldur á myndavélinni gengur um búðina og gefur myndbandið ágætis innsýn inn í þessa geysistóru verslun og veitir smjörþefinn af því sem Íslendingar mega búast við. 

Costco mun opna dyrnar klukkan 09:00 í fyrramálið og mun Vísir verða með beina útsendingu frá herlegheitunum en búist er við þúsundum áskrifenda - eins og tilkoma björungarsveitagæslu ber með sér.

Útsending Vísis hefst kl. 08:30 í fyrramálið. 

 

 


Tengdar fréttir

Myrkur skall á í Costco

Röðin inn í verslun Costco í Kauptúni hefur náð út á bílaplan frá opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×