Innlent

Varaformaður Neytendasamtakanna segir af sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ása Steinunn Atladóttir.
Ása Steinunn Atladóttir. Vísir/Vilhelm
Ása Steinunn Atladóttir hefur sagt af sér sem varaformaður Neytendasamtakanna og sem stjórnarmaður, að því er RÚV greinir frá. Hún sendi stjórn samtakanna bréf þess efnis í kvöld.

Stjórn Neytendasamtakanna lagði fram vantrauststillögu á hendur Ólafs Arnarsonar, formanns samtakanna, þann 6. maí síðastliðinn.

Í kvöld sendi stjórnin svo frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að vantraust ríki á milli stjórnarinnar og formannsins. Þar var Ólafur meðal annars sakaður um trúnaðarbrest.

Sjá einnig: Ítreka að vantraust ríki á milli stjórnar og formanns

Segir Ása að hún hafi fljótt orðið þess áskynja eftir að hafa tekið að sér stöðuna að samstarfsvilji væri ekki fyrir hendi hjá formanninum.

Segir í bréfi Ásu að engin lausn sé í sjónmáli og því sjái hún sér ekki annað fært en að segja upp störfum.

„Þetta ástand hefur haft áhrif á allt starf Neytendasamtakanna og tekið kraftinn sem betur færi í að vinna að neytendamálum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×