Bíó og sjónvarp

Zack Snyder stígur til hliðar við gerð Justice League

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Deborah og Zack Snyder, framleiðandi og leikstjóri kvikmyndarinnar.
Deborah og Zack Snyder, framleiðandi og leikstjóri kvikmyndarinnar. Vísir/Getty
Zack Snyder, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Justice League, hefur ákveðið að stíga til hliðar við gerð myndarinnar vegna fjölskylduharmleiks en dóttir hans lét lífið í mars síðastliðnum.

Þá hefur framleiðandi myndarinnar, Deborah Snyder, sem er jafnframt eiginkona Zack, einnig ákveðið að stíga til hliðar til að takast á við áfallið í kjölfar andláts dóttur þeirra, sem framdi sjálfsvíg.

Framleiðsla kvikmyndarinnar er vel á veg komin en Joss Whedon, leikstjóri Avengers kvikmyndanna sem framleiddar eru af Marvel hefur hlaupið undir bagga með Snyder og mun nú halda utan um þá framleiðslu sem eftir er.

Ekki verður því þörf á að seinka útgáfu myndarinnar, í nóvember næstkomandi en myndin mun líkt og flestir vita sameina stærstu ofurhetjur DC myndasögurisans, líkt og Batman, Superman, Flash og Aquaman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×