Enski boltinn

Watford vill fá fyrrum stjóra Leverkusen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roger Schmidt var látinn fara frá Bayer Leverkusen í byrjun mars.
Roger Schmidt var látinn fara frá Bayer Leverkusen í byrjun mars. vísir/getty
Watford vill fá Þjóðverjann Roger Schmidt til að taka við liðinu.

Watford er í stjóraleit eftir að Ítalinn Walter Mazzarri var látinn fara eftir aðeins eitt ár í starfi.

Schmidt, sem er fimmtugur, var síðast við stjórnvölinn hjá Bayer Leverkusen en var rekinn þaðan í byrjun mars. Þar áður stýrði hann Red Bull Salzburg og gerði liðið að tvöföldum meisturum í Austurríki.

Watford hefur einnig áhuga á Marco Silva, knattspyrnustjóra Hull City, en ólíklegt þykir að hann taki við liðinu.

Claudio Ranieri, fyrrverandi stjóri Leicester City, hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Watford sem og Rússinn Leonid Slutsky sem hefur mikinn áhuga á að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni.

Watford endaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum á tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×