Enski boltinn

Bestu kaup tímabilsins að mati Daily Mail

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Félögin í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir metfé fyrir nýafstaðið tímabil.

Kaupin voru mis vel heppnuð eins og gengur og gerist; sum félög fengu mikið fyrir peninginn en önnur lítið.

Daily Mail hefur birt lista yfir 10 bestu kaup tímabilsins 2016-17.

Chelsea á tvö bestu kaupin að mati Daily Mail. Það eru kaupin á N'Golo Kanté og David Luiz. Marcos Alonso er einnig á listanum.

Kanté kom til Chelsea frá Leicester City og varð Englandsmeistari annað árið í röð. Margir ráku upp stór augu þegar Chelsea keypti Luiz öðru sinni en Brasilíumaðurinn svaraði gagnrýnisröddum með frábærri frammistöðu í vörn Lundúnaliðsins.

Manchester-liðin, City og United, eiga samtals fjóra leikmenn á listanum. Leroy Sané og Gabriel Jesus eru fulltrúar City og Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic fulltrúar United. Liverpool, Tottenham og Crystal Palace eiga einnig fulltrúa á listanum.

Bestu kaup tímabilsins að mati Daily Mail:

1. David Luiz (Chelsea) - 34 milljónir punda frá PSG

2. N'Golo Kanté (Chelsea) - 30 milljónir punda frá Leicester

3. Victor Wanyama (Tottenham) - 11 milljónir punda frá Southampton

4. Zlatan Ibrahimovic (Man Utd) - frítt frá PSG

5. Christian Benteke (Crystal Palace) - 27 milljónir punda frá Liverpool

6. Eric Bailly (Man Utd) - 30 milljónir punda frá Villarreal

7. Gabriel Jesus (Man City) - 27 milljónir punda frá Palmeiras

8. Sadio Mané (Liverpool) - 34 milljónir punda frá Southampton

9. Marcos Alonso (Chelsea) - 23 milljónir punda frá Fiorentina

10. Leroy Sané (Man City) - 37,5 milljónir punda frá Schalke)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×