Lífið

Streitumeðferð verðlaunuð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Við afhendinguna í Róm 11. maí.
Við afhendinguna í Róm 11. maí.
Það var rosalega gaman í Róm. Þar var alfundur hjá evrópsku heilsulindarsamtökunum ESPA 11. maí, mikil hátíðardagskrá og við fengum þar nýsköpunarverðlaunin Innovative Health Spa Program fyrir þróun á streitumeðferð,“ segir Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, sem veitti verðlaununum viðtöku.



Þetta er í þriðja sinn sem stofnunin hlýtur þessi verðlaun og það vekur athygli hinna stærri þjóða enda segir Margrét marga spyrja: „Hvað eruð þið að gera þarna á litla Íslandi?“





Margrét kampakát með verðlaunin sem hún veitti viðtöku.
Margrét segir þeim fjölga stöðugt sem komi á Heilsustofnunina með alvarleg streitueinkenni eða kulnun í starfi og lífinu almennt. Þau lýsi sér meðal annars með kvíða, spennuhöfuðverk, vöðvabólgu, lystarleysi og skapsveiflum. En hvað gerir hún og hennar samstarfsfólk til að bægja þessari vanlíðan frá?

„Sérstaða okkar er sú að fólk dvelur hér í fjögurra til fimm vikna meðferð. Við vinnum heildrænt með alla þá þætti sem hrjá manneskjuna, áhersla er á hreyfingu, fræðslu, viðtöl við félagsfræðinga, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna og mataræðið er tekið í gegn. Fólk stokkar líf sitt upp og getur aftur tekið stjórn á lífi og líðan til þess að halda áfram að sinna sínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×