Enski boltinn

Eigandi Swansea: Gylfi er ekki til sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi fagnar marki í vetur.
Gylfi fagnar marki í vetur. vísir/getty
Aðaleigandi Swansea, Steve Kaplan, hefur brugðist við fréttum um að félagið hafi ákveðið að selja Gylfa Þór Sigurðsson til Everton.

Kaplan hefur nákvæmlega engan áhuga á því að selja besta leikmann félagsins og ætlar sér ekki að selja hann.

„Það vita allir hversu mikilvægur Gylfi er félaginu. Hann er í miklum metum og elskaður í Swansea. Það hefur áður verið mikill áhugi á honum en við vildum ekki selja hann þá og við viljum heldur ekki selja hann núna,“ sagði Kaplan.

„Við þurfum heldur ekki að selja hann. Gylfi á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og er lykilmaður í framtíðarplönum félagsins. Við ætlum að byggja á góðum endaspretti í deildinni og það þýðir að við seljum ekki okkar bestu menn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×