Lífið

Corden sendir hjartnæma kveðju til Manchester: „Það voru svo mörg börn á tónleikunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden er Englendingur eins og margir vita.
Corden er Englendingur eins og margir vita.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.

Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma.

Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden sendi íbúum Manchester hjartnæm skilaboð í þætti sínum, The Late Late Show í gær og talaði hann um þann ótrúlega samhug sem hefur einkennt borgina í áraraðir. 

„Það sem er svo hræðilegt er að það voru svo mörg börn á tónleikunum í kvöld,“ segir Corden. 

Hann lýsti borginni vel í þættinum og fyrir hvað hún væri þekkt. 

„Við förum öll að sofa í kvöld og föðmum börnin okkar þéttingsfast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×