Enski boltinn

Tveir völdu Gylfa besta leikmann tímabilsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kom með beinum hætti að rúmum helmingi marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi kom með beinum hætti að rúmum helmingi marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili að mati tveggja blaðamanna The Guardian.

The Guardian gerði upp tímabilið 2016-17 þar sem blaðamenn völdu m.a. besta leikmanninn, besta knattspyrnustjórann, besta markið og besta dómarann.

Uppgjör The Guardian má lesa með því að smella hér.

Stuart James og Sachin Nakrani völdu Gylfa sem besta leikmann tímabilsins.

„Kom með beinum hætti að 22 af 43 mörkum Swansea. Það er mikið afrek fyrir leikmann sem spilar í liði sem er fallbaráttu að skora og skapa svona mikið af mörkum,“ skrifar James.

„Íslenski landsliðsmaðurinn kom að helmingi marka Swansea og án hans hefði liðið fallið,“ skrifar Nakrani.

Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Kevin De Bruyne hjá Manchester City og Christian Eriksen hjá Tottenham gáfu fleiri stoðsendingar en íslenski landsliðsmaðurinn.

Frammistaða Gylfa hefur vakið athygli annarra liða, þ.á.m. Everton. Í dag var t.a.m. fullyrt í Mirror að Everton hefði náð samkomulagi um kaup á Gylfa.

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, segir hins vegar að velska félagið ætli ekki að selja Gylfa.


Tengdar fréttir

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.

Eigandi Swansea: Gylfi er ekki til sölu

Aðaleigandi Swansea, Steve Kaplan, hefur brugðist við fréttum um að félagið hafi ákveðið að selja Gylfa Þór Sigurðsson til Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×