Innlent

Framkvæmdastjóri Costco: „Fullt af fólki eins og við var búist“

Frá röðinni fyrir utan Costco í morgun.
Frá röðinni fyrir utan Costco í morgun. Vísir/Eyþór
„Þetta hefur verið frábært,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, um opnun vöruhúss bandaríska verslunarrisans Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun.

Verslunarrisinn hafði búist við töluverðum fjölda þegar hleypt var inn í verslunina um klukkan níu og höfðu meðlimir hjálparsveitar skáta í Garðabæ verið fengnir á svæðið til að stýra umferð.

Forsvarsmenn Costco útilokuðu í samtali við fréttastofu í gær ekki að opna vöruhúsið klukkan átta í morgun, þ.e. klukkustund fyrr en auglýst hafði verið. Planað var að gera það ef fjöldinn yrði afar mikill fyrir klukkan átta. Ekki kom til þess.

Á annað hundruð manns voru í röðinni þegar verslunin opnaði klukkan 9 í morgun.Vísir/Eyþór
Það mættu þó ekki í nánd eins margir og sumir höfðu gert sér í hugarlund en Vigelskas segist hins vegar vera himinlifandi með opnunina. Einföld röð myndaðist fyrir utan Costco og voru á annað hundruð manns í henni um klukkan níu í morgun.

„Þetta voru frábærar viðtökur,“ segir Vigelskas og segir þessa opnuna á pari við aðrar í Evrópu. „Fullt af fólki eins og við var búist.“

Hann segir að ekki hafi komið til þess að meðlimir hjálparsveitar skáta þyrftu að stýra umferð sérstaklega, en þeir muni þó standa vaktina frá deginum í dag og til sunnudags. Á því tímabili á hann von á stöðugri umferð í verslunina.

Um fjörutíu þúsund manns hafa sótt um aðildarkort hjá versluninni hér á landi.

Loftmynd af bílastæðinu við Costco í Kauptúni í morgun.Vísir/Eyþór.

Tengdar fréttir

Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár

Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×