Handbolti

Hetjan úr oddaleiknum framlengir við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Ingiberg verður áfram hjá Val.
Sigurður Ingiberg verður áfram hjá Val. vísir/andri marinó
Sigurður Ingiberg Ólafsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals.

Sigurður var frábær í úrslitaeinvíginu við FH um Íslandsmeistaratitilinn og átti t.a.m. eftirminnilega innkomu í oddaleiknum á sunnudaginn þar sem hann hreinlega lokaði markinu.

Sigurður, sem er 24 ára, kom til Vals frá FH í 3. flokki og er að hefja sitt sjöunda tímabil á Hlíðarenda, fyrir utan tvö tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Stjörnunni.

Sigurður varði mark Vals í vetur ásamt Hlyni Morthens. Valsmenn eru einnig búnir að semja við unglingalandsliðsmarkvörðinn Einar Baldvin Baldvinsson.

Valsmenn eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar auk þess sem liðið komst í undanúrslit Áskorendabikar Evrópu í vetur.


Tengdar fréttir

Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni

Valur varð Íslandsmeistari í 22. sinn í sögu félagsins í gær. Varnarleikur á heimsmælikvarða og einstök markvarsla skóp sigur á FH í oddaleik í troðfullum Kaplakrika. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru frábærir í vörninni og leiddu Valsmenn til sigurs.

Hlynur: Ég elska að spila handbolta

Eftir rúmlega 20 ára eyðimerkurgöngu náði markvörðurinn geðþekki Hlynur Morthens loksins að verða Íslandsmeistari. Hlynur ætlaði ekki að hætta fyrr en hann yrði Íslandsmeistari og hann gæti haldið áfram.

Anton: Við slátruðum þeim

"Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar.

Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu

"Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik.

Valsmenn endurtóku leikinn frá 1998

Sem kunnugt er urðu Valsmenn Íslandsmeistar karla í handbolta í 22. sinn í sögu félagsins í dag. Valur vann einnig bikarkeppnina og er því handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi.

Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins

Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×