Lífið

Allir meira töff en fólk sem bíður í röð fyrir utan Costco

Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra málið um lokaballið í Versló og opnun Costco. 

Skelfilegir atburðir áttu sér stað í Manchester í gærkvöldi og Roger Moore er látinn. Stefán og Tryggvi fóru síðan vel yfir Eurovision-ferð Stefáns en hann skellti sér til Kænugarðs og fjallaði um keppnina fyrir hönd 365 ásamt Benedikti Bóas.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 23. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi. (@tryggvipall)


Tengdar fréttir

Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi

Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×