Lífið

Allir meira töff en fólk sem bíður í röð fyrir utan Costco

Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra málið um lokaballið í Versló og opnun Costco. 

Skelfilegir atburðir áttu sér stað í Manchester í gærkvöldi og Roger Moore er látinn. Stefán og Tryggvi fóru síðan vel yfir Eurovision-ferð Stefáns en hann skellti sér til Kænugarðs og fjallaði um keppnina fyrir hönd 365 ásamt Benedikti Bóas.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 23. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi. (@tryggvipall)
Tengdar fréttir

Samanburður á vöruverði í Bandaríkjunum og á Íslandi

Eins og einhverjir hafa eflaust orðið varir við opnaði bandaríski verslunarrisinn Costco vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Costco boðar lægra vöruverð en við Íslendingar höfum átt að venjast en á næstu dögum mun án efa koma í ljós hvort að sú er raunin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.