Viðskipti innlent

Áhætta fylgir því að nota Facebook frítt

Tinni Sveinsson skrifar
Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir.
Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir. William Iven
„Persónuleg gögn eru nýi gjaldmiðilinn, við notum Facebook frítt með því að gefa aðgang að okkar gögnum en það er áhætta sem því fylgir,” segir Hanna Ragnarsdóttir forritari hjá Marel og stjórnarkona í /sys/tur, félagi kvenna í tölvunarfræði innan HR.

Hanna er ein þriggja fyrirlesara sem flytur fyrirlestur á hádegisfundi hjá SVEF á morgun sem fjallar um öryggi á vefnum en þar mun Hanna meðal annars fara yfir rannsókn sem unnin var í samstarfi við Oliver Lucket, sem er sérfræðingur um notkun gagna á samfélagsmiðlum.

„Flestir virðast átta sig á að Facebook og Google vita gríðarlega mikið um þá og að gjaldmiðillinn fyrir notkun á þeirra þjónustu eru persónulegar upplýsingar ásamt greiningu á hegðun á netinu. En ekki allir gera sér grein fyrir mögulegri áhættu sem þessu fylgir," segir Hanna.

„Að sjá auglýsingar á netinu sérsniðnar að þér sem markhópi er orðið daglegt brauð. Flestir eru orðnir vanir því að algrím samfélagsmiðla fylgir þér. En hættan við persónustuld ásamt stuld á lykilorðum eykst gríðarlega þar sem fólk gefur svo miklar upplýsingar frá sér sem hægt er að nýta í vafasömum tilgangi. Að auki er ákveðin samfélagsleg áhætta sem getur meðal annars haft áhrif á atvinnumöguleika, tryggingar, sambönd og svo framvegis ef fólk birtir eitthvað á netinu sem talist getur óviðeigandi.“

Á morgun munu Bergsteinn Karlsson, sérfræðingur í öryggismálum hjá Syndis, og Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, einnig flytja fyrirlestra um öryggismál. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×