Viðskipti innlent

Eiríkur og Hrafn ráðnir til starfa hjá Hvíta húsinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hrafn Jónsson og Eiríkur Már Guðleifsson.
Hrafn Jónsson og Eiríkur Már Guðleifsson. hvíta húsið
Eiríkur Már Guðleifsson og Hrafn Jónsson hafa verið ráðnir til starfa hjá Hvíta húsinu. Eiríkur Már tekur við starfi sem viðskiptastjóri og Hrafn sem texta- og hugmyndasmiður.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Eiríkur sé með M.A. gráðu í stjórnmálafræði frá University of Essex og MSc í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.

„Eiríkur býr að 10 ára reynslu í auglýsingageiranum og starfaði síðast hjá alþjóðlegu auglýsingastofunni Factory Design Labs þar sem hann bar meðal annars ábyrgð á HEAD Wintersports og HEAD Tennis.

Eiríkur er nýfluttur heim frá Sviss þar sem hann eyddi ómældum tíma í að fullkomna eigin skíðahæfileika.

Hrafn lærði leikstjórn og handritsgerð í kvikmyndaskólanum í Prag og starfaði áður í markaðsdeildum QuizUp og WOW air. Hrafn hefur einnig vakið athygli fyrir pistlaskrif í Kjarnann síðustu ár.

Sambýliskona Hrafns er Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Saman eiga þau tvær chili plöntur og nágrannakött sem þau hleypa oft inn á kvöldin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×