Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna árásarinnar í Manchester í gærkvöldi en fjallað verður ítarlega um hana í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við meðal annars við íslenskar mæðgur sem sluppu naumlega frá sprengingunni og verðum í beinni útsendingu frá Bessastöðum með forseta Íslands.

Í fréttunum hittum við líka viðskiptavini Costco sem fjölmenntu í verslunina í dag og fylltu margir hverjir innkaupakörfurnar hressilega.

Loks heimsækjum við krakka í Salaskóla sem hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að vinna, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×