Fótbolti

Real Madrid keypti sextán ára strák á fimm milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinicius Junior með verðlaun sín sem besti leikmaður Suður-Ameríkukeppni U17 ára landsliða.
Vinicius Junior með verðlaun sín sem besti leikmaður Suður-Ameríkukeppni U17 ára landsliða. Vísir/EPA
Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid hafa gengið frá kaupum á brasilíska framherjanum Vinicius Junior frá brasilíska félaginu Flamengo.

Það er kannski ekki alveg rétt að segja að þeir hafi gengið frá kaupunum því Vinicius Junior mun ekki koma til Spánar fyrr en í júlí 2019.

Real Madrid hefur tryggt sér það að leikmaðurinn verði í eigu Real frá og með júlímánuði 2018.  Sky Sports segir frá.

Vinicius Junior mun spila áfram Flamengo næstu tvö tímabilin eða þar til að hann er orðinn átján ára gamall.

Fjölmiðlar á Spáni segja að Real Madrid sé að borga í kringum 38 milljónir punda fyrir leikinn eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna.

Vinicius Junior spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Flamengo í þessum mánuði en hann sló í gegn með 17 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni U17 liða.  Hann hefur verið kallaður næsti Neymar í heimalandinu.

Vinicius Junior varð þá markahæsti maður keppninnar með sjö mörk og var í lok hennar kosinn besti leikmaður mótsins.

Vinicius Junior hefur skorað 19 mörk í 22 landsleikjum fyrir sautján ára lið Brasilíu og sex mörk í sex leikjum fyrir fimmtán ára landsliðið.

Vinicius Junior fagnar marki með Flamengo.Vísir/Getty
Vinicius JuniorVísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×