Innlent

Allra stundvísustu innriti sig á miðnætti

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á sumrin hafa oft myndast miklar biðraðir við innritun á Keflavíkurflugvelli.
Á sumrin hafa oft myndast miklar biðraðir við innritun á Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm
Fyrir sumarið 2017 verður nýtt átak kynnt á Keflavíkurflugvelli, Early bird, sem gerir farþegum kleift að innrita sig fyrir morgunflug frá miðnætti. Þá verði þjónusta á biðsvæðum betri og þægilegra fyrir farþega að bíða.

Þetta kom fram á morgunfundi Isavia í gær. Tilraunin mun fara fara fram í júní þar sem farþegar Ice­landair, WOW og Primera geta nýtt sér þennan valkost.

Fram kom á fundinum að búist væri við að allt að 150 til 250 farþegar nýttu sér þetta á hverri nóttu sem mun létta á morgunálagi í innritun. Allrahanda og Kynnisferðir munu bæta við ferðum skömmu eftir miðnætti.

Mikið álag hefur verið á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann vegna morgunflugs undanfarin ár. Á síðasta ári fór í gang herferðin Mættu snemma, 2,5 tímum fyrir brottför. Hún gekk að sögn Isavia vel og virðist enn vera að skila sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×