Innlent

Gengisáhrif á erlenda veltu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aukning í kortaveltu ferðamanna var minni á síðustu þremur mánuðum en á sama tímabili árið áður.
Aukning í kortaveltu ferðamanna var minni á síðustu þremur mánuðum en á sama tímabili árið áður. vísir/anton brink
Í apríl nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna samanborið við 14,6 milljarða í sama mánuði í fyrra. 27,7 prósenta vöxtur var á tímabilinu samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar.

Vöxtur síðustu þriggja mánaða (febrúar til apríl) frá sama tímabili í fyrra er 29 prósent en að meðaltali var árlegur hlutfallsvöxtur síðustu 12 mánuði þar á undan 52 prósent. Vöxturinn í apríl er einnig minni í krónum talið. Frá apríl 2016 jókst kortavelta um 4 milljarða samanborið við 5,3 milljarða í apríl á síðasta ári.

Ekki er ótrúlegt að sterkara gengi eigi sinn þátt í því að kortavelta vex minna nú en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×