Innlent

Bótalaus stuldur í Bryggjuhverfi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Bryggjuhverfinu.
Úr Bryggjuhverfinu.
Eigandi báts, sem varð fyrir því að utanborðsmótor bátsins var stolið, á ekki rétt úr bótum fjölskyldutryggingar sinnar vegna tjóns af völdum þjófnaðarins. Ástæðan er sú að mótorinn var ekki geymdur í bílskúr eða læstri geymslu.

Bátnum hafði verið lagt á læstu svæði við Bryggjuhverfið í Reykjavík. Aðeins eigendur báta á svæðinu hafa lykla að því. Hins vegar er hægt að komast að svæðinu frá sjónum.

Vátryggingafélag mannsins hafnaði bótaskyldu þar sem tryggingin tók aðeins til tjóns á hlutum sem tilheyra vélknúnum skemmtibátum hafi þeir verið geymdir í bílskúr eða læstri geymslu.

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum féllst á að læsta svæðið teldist ekki slíkt svæði. Tjónið fæst því ekki bætt.


Tengdar fréttir

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×