Enski boltinn

Leeds komið með nýjan eiganda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn skrautlegi Cellino er farinn frá Leeds.
Hinn skrautlegi Cellino er farinn frá Leeds. vísir/getty
Ítalinn Andrea Radrizzani varð í gær aðaleigandi Leeds United og þriggja ára valdatíð hins skrautlega Massimo Cellino er því lokið.

Radrizzani keypti helming hlutabréfa í félaginu í janúar og ætlaði sér þá að taka yfir félagið. Hann hefur nú gert það. Radrizzani hefur gefið það út að hann ætli sér að vera til frambúðar hjá félaginu.

Þriggja ára valdatíð Cellino var í meira lagi skrautleg en hann fór sjálfur þrisvar í bann og var með sjö stjóra í starfi á þessum stutta tíma. Slóveninn Darko Milanic entist til að mynda aðeins 32 daga í starfi.

Í desember 2014 var Cellino meinað að stýra Leeds eftir að hann var sakfelldur fyrir skattsvik á Ítalíu. Hann fékk svo síðar bann fyrir að brjóta reglur varðandi umboðsmenn.

Nú vona stuðningsmenn Leeds eftir því að meiri stöðugleiki og ró komist á hjá félaginu og Garry Monk mun væntanlega halda áfram að stýra félaginu næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×