Viðskipti innlent

Festi vill selja Nespresso hylkin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Jón Björnsson, forstjóri Festi sem rekur meðal annars Krónuna.
Jón Björnsson, forstjóri Festi sem rekur meðal annars Krónuna.
Verslunarfyrirtækið Festi hf. á samkvæmt heimildum Markaðarins í viðræðum um innflutning á Nespresso kaffihylkjum. Einnig skoðar fyrirtækið opnun verslunar sem myndi eingöngu selja hylkin sem eru nokkuð eftirsótt hér á landi.

Nespresso hylkin eru eftirsótt.
Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar eða hvort fyrirtækið væri búið að tryggja sér umboðið á hylkjunum. Nespresso kaffivélar hafa verið fáanlegar hér á landi um árabil en hylkin einungis á vefsíðu svissneska fyrirtækisins eða í erlendum sérverslunum. 

Erlendis er kaffið selt í verslunum sem er oft líkt við skartgripabúðir þar sem mikið er gert úr íburði. Kaffihylki sem seld eru í Nespresso vélar hér á landi koma aftur á móti frá öðrum framleiðendum fyrir utan verslunina Fitness Sport sem hefur selt þau af og til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×