Fótbolti

Lögreglan réðst inn á heimili Di Maria og Pastore

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Angel di Maria.
Angel di Maria. vísir/getty
Það er víða verið að sækja að fótboltaheiminum vegna skattsvika og í gær réðst lögreglan í Frakklandi inn á skrifstofur PSG sem og inn á heimili leikmanna liðsins, Angel di Maria og Javier Pastore.

Rannsókn á meintum skattsvikum vegna þessara leikmanna hafa staðið yfir síðan í desember.

PSG sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið sagðist hafa veitt lögreglunni alla þá aðstoð sem beðið var um.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Argentínumaðurinn Di Maria lendir á borði skattayfirvalda en hann var sakaður um skattsvik á Spáni í desember. Hann var áður leikmaður Real Madrid á Spáni.

Annar leikmaður PSG, Edinson Cavani, var í upphafi vikunnar sakaður um að hafa stungið 50 milljónum undan skatti. Hann sagðist vera hneykslaður á þeim ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×