Innlent

Ekkert Síldarævintýri á Sigló í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Síldarævintýrinu 2008.
Frá Síldarævintýrinu 2008. Steingrímur Kristinsson
Ekkert Síldarævintýri verður haldið á Siglufirði um verslunarmannahelgina í ár. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Fjallabyggð frá í gær.

„Á fundi bæjarráðs þann 28. mars sl. var samþykkt að auglýst yrði eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017.

Engin viðbrögð voru við auglýsingunni innan tímarammans. Síldarævintýri verður því ekki haldið árið 2017,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Á hátíðinni hefur verið reynt að endurskapa þá stemmningu sem var í bænum þegar hann var síldarhöfuðborg heimsins þar sem þúsundir verkamanna og verkakvenna unnu við síldina og eins konar gullgrafarastemmning var þar ríkjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×