Innlent

Sameinaður leikskóli í Grafarvogi hefur fengið nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Nafnið Nes má rekja til Geldingarness annars vegar og Álfsness hins vegar.
Nafnið Nes má rekja til Geldingarness annars vegar og Álfsness hins vegar. reykjavíkurborg
Sameinaður leikskóli í Grafarvogi hefur fengið nafnið Nes. Um síðustu áramót voru tveir leikskólar í Staða- og Bakkahverfi í Grafarvog sameinaðir, leikskólarnir Hamrar og Bakki.

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að niðurstaða úr hugmyndasamkeppni liggi nú fyrir, en á vormisseri veltu foreldrar, börn og starfsfólk fyrir sér nafni á nýja leikskólann. Alls bárust 37 hugmyndir, en nafnahugmyndum var safnað í kassa sem settir voru upp í leikskólunum tveimur.

„Nafnanefnd fór yfir allar tillögur og lagði til að sameinaður leikskóli yrði látinn heita Nes, en starfsstöðvarnar tvær haldi sínum nöfnum; Hamrar og Bakki. Tillagan var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í dag.

Nafnið Nes má rekja til Geldingarness annars vegar og Álfsness hins vegar,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×