Fótbolti

Magnaður árangur hjá Jose Mourinho í úrslitaleikjum | Setti met í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho fagnaði innilega í leikslok.
Jose Mourinho fagnaði innilega í leikslok. Vísir/Getty
Jose Mourinho gerði í kvöld Manchester United að Evrópudeildarmeisturum eftir 2-0 sigur á Ajax í úrslitaleik í Stokkhólmi.

Mourinho setti met með því að vera fyrsti stjórinn til að vinna bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina tvisvar sinnum. Hann vann Meistaradeildina með Porto 2004 og Internazionale 2010 og hafði áður unnið Evrópudeildina með Porto 2003.

Mourinho hélt líka uppteknum hætti og vann úrslitaleik en portúgalski stjórinn hefur unnið 12 af 14 úrslitaleikjum sem hann hefur farið í á ferlinum. Mourinho hefur unnið alla fjóra úrslitaleiki sína í Evrópukeppnum.

Einu úrslitaleikirnir sem lið hans hafa tapað eru úrslitaleikur Taca-bikarsins í Portúgal 2004 og úrslitaleikur spænska bikarsins 2013.





Táknræn mynd.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×