Handbolti

Aron Pálmars meistari á sjötta tímabilinu í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í gærkvöldi ungverskur meistari í handbolta með MKB Veszprém en hann var að vinna þennan titil annað árið í röð.

Aron hefur unnið ungverska titilinn bæði tímabilin sín með MKB Veszprém en þar áður varð hann þýskur meistari fjögur síðustu árin sín með Kiel.

Aron varð þýskur meistari með Kiel 2012, 2013, 2014 og 2015 en hann vann einnig titilinn á sínu fyrsta tímabili 2009-2010.

Aron hefur því verið meistari með sínu liði sex ár í röð og hefur þar af leiðandi geta kallað sig meistara í sextíu mánuði samfellt.

Kiel vann titilinn fimm sinnum á sex tímabilum Arons með liðinu en hefur enn ekki unnið hann eftir að hann fór.  

Veszprém-liðið var aftur á móti að vinna ungverska titilinn tíu ár í röð.


Tengdar fréttir

Aron Pálmars ungverskur meistari annað árið í röð

Aron Pálmarsson og félagar í MKB Veszprém tryggðu sér í kvöld ungverska meistaratitilinn í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap á móti MOL-Pick Szeged, 30-27, í seinni úrslitaleik liðanna um titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×