Fótbolti

Stórt kvöld fyrir Man. Utd en stærra kvöld fyrir Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allir í Stokkhólmi í gær stóðu saman í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Allir í Stokkhólmi í gær stóðu saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. vísir/getty
Íbúar í Manchester eru í sárum eftir hryðjuverkaárásina í vikunni en David Beckham segir að sigur Man. Utd í Evrópudeildinni í gær hafi fært borginni smá gleði á erfiðum tíma.

Er leikmenn Man. Utd komu inn í klefa eftir sigurinn á Ajax í Stokkhólmi stilltu leikmenn liðsins sér upp alvarlegir á svip. Héldu þeir á borða sem á stóð: „Manchester. Borg sem stendur saman“ og sögðust hafa unnið leikinn fyrir íbúa borgarinnar.

Leikmenn liðsins fóru einnig á Twitter og minntu á styrktarlínur og annað sem væri hægt að gera til að aðstoða í borginni á mjög erfiðum tíma. Nýttu sér athyglina á jákvæðan hátt.

„Þetta kvöld var mikilvægara en íþróttir. Þetta kvöld var stórt fyrir Man. Utd en stærra fyrir Manchester,“ sagði David Beckham, fyrrum leikmaður félagsins.


Tengdar fréttir

Pogba: Enginn getur sagt neitt núna

Paul Pogba átti góðan leik á miðju Manchester United í kvöld í 2-0 sigrinum á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og markið hans í fyrri hálfleik skipti gríðarlega miklu máli fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×