Fótbolti

Mourinho: Leið stundum eins og við værum lélegasta lið heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þrír, kallinn minn. Mourinho minnir fólk á hvað hann tók marga titla á fyrsta ári með Man. Utd,
Þrír, kallinn minn. Mourinho minnir fólk á hvað hann tók marga titla á fyrsta ári með Man. Utd, vísir/getty
Eftir mikið hark í heilan vetur réðst tímabil Man. Utd á einum leik. Hefði hann tapast hefði tímabilið verið vonbrigði en af því hann vannst þá er tímabilið skráð sem vel heppnað. Stutt á milli.

Sigur í Evrópudeildinni var eini miði United í Meistaradeildina á næstu leiktíð og ef liðið færi ekki þangað þá fengi það líklega ekki þá leikmenn sem það vill fá. Þá leikmenn verður félagið líka að fá ætli það sér aftur á toppinn. Það var því gríðarlega mikið undir.

„Þetta var erfitt tímabil þar sem mér leið stundum eins og liðið mitt væri lélegasta lið heims og að ég væri lélegasti knattspyrnustjóri heims. Við komumst samt í Meistaradeildina og unnum þrjá titla. Við förum í Meistaradeildina af því við unnum titil en ekki af því við enduðum í fjórða sæti,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd.

„Við fáum þann heiður að leika gegn Meistaradeildarmeisturunum um Ofurbikar UEFA og það er því mitt álit að þetta hafi verið gott tímabil.“


Tengdar fréttir

Pogba: Enginn getur sagt neitt núna

Paul Pogba átti góðan leik á miðju Manchester United í kvöld í 2-0 sigrinum á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og markið hans í fyrri hálfleik skipti gríðarlega miklu máli fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×