Enski boltinn

Þetta voru vinsælustu atvik tímabilsins á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta mark hjá Zlatan fékk fólk til þess að tísta mest.
Þetta mark hjá Zlatan fékk fólk til þess að tísta mest. vísir/afp
Alls voru skrifuð 142 milljón tíst um ensku úrvalsdeildina á tímabilinu og er áhugavert að skoða hvaða atvik á tímabilinu var mest tíst um.

Telegraph hefur tekið það saman og birtum við listann hér að neðan.

10. Theo Walcott kemur Arsenal í 2-0 gegn Chelsea. 22 þúsund tíst á mínútu.

9. Eden Hazard skorar draumamark gegn Arsenal í febrúar í 3-1 sigri. 23 þúsund tíst á mínútu.

8. James Milner kemur Liverpool yfir á Old Trafford með marki úr vítaspyrnu. 23 þúsund tíst á mínútu.

7. Philippe Coutinho jafnar fyrir Liverpool gegn Arsenal með glæsilegu aukaspyrnumarki. Leikur í fyrstu umferð. 24 þúsund tíst á mínútu.

6. Coutinho skorar glæsilegt mark fyrir Liverpool gegn Arsenal og kemur liðinu í 3-1. 25 þúsund tíst á mínútu.

5. Chelsea tryggir sér enska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á WBA. 25 þúsund tíst á mínútu.

4. Sadio Mane tryggir Liverpool 4-3 sigur á Arsenal á Emirates. 28 þúsund tíst á mínútu.

3. Paul Pogba skorar sitt fyrsta mark fyrir Man. Utd gegn Leicester. 30 þúsund tíst á mínútu.

2. N'Golo Kante skorar sitt fyrsta mark fyrir Chelsea er meistararnir niðurlægja Man. Utd, 4-0. 31 þúsund tíst á mínútu.

1. Zlatan Ibrahimovic skorar í nágrannaslagnum gegn Man. City er Claudio Bravo gerir mistök í markinu. City vann samt leikinn, 2-1. 32 þúsund tíst á mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×