Enski boltinn

Manchester-liðin styrkja fórnarlömb hryðjuverkanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það standa allir saman í Manchester í dag. Líka knattspyrnulið borgarinnar.
Það standa allir saman í Manchester í dag. Líka knattspyrnulið borgarinnar.
Man. Utd og Man. City hafa tekið höndum saman og ákveðið að gefa 130 milljónir króna til fjölskyldna fórnarlamba hryðjuverkanna í borginni í vikunni.

Búið er að stofna sérstakan styrktarsjóð fyrir fórnarlömbin. 22 létust í sjálfsmorðssprengjuárásinni og 64 slösuðust.

„Það er rétt hjá félögunum að taka höndum saman og aðstoða eftir þennan harmleik,“ segir Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd.

Þegar hafa safnast hátt í 400 milljónir króna fyrir sjóðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×