Fótbolti

Gattuso kominn heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gattuso í leik með Milan.
Gattuso í leik með Milan. vísir/getty
Fyrrum miðjumaður AC Milan, Gennaro Gattuso, er kominn heim og farinn að þjálfa hjá félaginu.

Milan er búið að ráða Gattuso sem þjálfara unglingaliðs félagsins og hann gæti ekki verið ánægðari.

„Ég er loksins að koma aftur heim. Ég lét hjartað ráða för í þessu vali mínu. Þetta er ekki bara hvaða félag sem er heldur Milan,“ sagði Gattuso.

Knattspyrnuferli Gattuso lauk árið 2013 er hann var spilandi þjálfari svissneska liðsins Sion.

Hann var svo hjá Palermo, fór þaðan til Crete en þjálfaði Pisa í ítölsku B-deildinni síðasta vetur. Undir hans stjórn féll liðið í 3. deildina. Það sem var áhugavert er að Pisa var með bestu vörn deildarinnar þó svo liðið hafi verið í neðsta sæti. Liðið gleymdi aftur á móti að sækja.

Milan bauð Paolo Maldini starfið áður en Gattuso fékk boðið og þáði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×