Enski boltinn

Monk hættur hjá Leeds

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Monk hefur stýrt Leeds í síðasta skipti.
Monk hefur stýrt Leeds í síðasta skipti. vísir/getty
Það er skammt stórra högga á milli í lífi stuðningsmanna Leeds United.

Í gær var greint frá því að félagið væri komið með nýjan eiganda og að Garry Monk myndi líklega halda áfram með liðið. Allt á réttri leið.

Það kom því verulega á óvart í dag er Monk ákvað að segja starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri félagsins.

Þessi 38 ára gamli stjóri var á svokölluðum rúllandi samningi hjá Leeds og vildi félagið halda honum eftir að hann kom liðinu í sjöunda sætið í ensku B-deildinni á nýliðnu tímabili.

Monk hafði rætt í tvígang við nýjan eiganda félagsins, Andrea Radrizzani, og héldu allir að það væri formsatriði að hann héldi áfram.

Eitthvað hefur komið upp og gera menn því nú skóna að hann hafi fengið meira freistandi tilboð annars staðar frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×