Erlent

Drottningin heimsótti særða í Manchester

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Elísabet varð drottning árið 1952.
Elísabet varð drottning árið 1952. Vísir/AFP
Elísabet Bretadrottning eyddi deginum í dag á barnaspítala í Manchester í dag þar sem hún heimsótti mörg þeirra barna sem særðust í hryðjuverkaárásinni á tónleiku Ariönu Grande á fimmtudagskvöld.

Yfir 100 manns særðust í árásinni og liggja særðir nú á rúmlega átta spítölum víðsvegar um Bretland vegna þeirra. Mikill meirihluti særðra eru börn.

Drottningin spjallaði meðal annars við tvær litlar stúlkur ásamt foreldrum þeirra og spurði hana hvernig hún hefði það. Þá spjallaði hún einnig við heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur að því að hjúkra hinum særðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×