Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður alþjóðlegrar skýrslu, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi undanfarið talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. Við förum ítarlega yfir málið í fréttum Stöðvar tvo klukkan 18.30 í kvöld og skoðum einnig tillögur Nichole Leigh Mosty, þingmanns Bjartar framtíðar og formann velferðarnefndar Alþingis, um að setja stjórn yfir Landspítalann. Þá förum við í fjallgöngu á Úlfarsfell, þar sem mörg hundruð manns fundu sitt eigið Everest í dag og styrktu í leiðinni gott málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×