Erlent

Trump ruddist fram fyrir ráðherra til að komast í mynd

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Donald Trump passaði upp á að vera í mynd á þessum fundi.
Donald Trump passaði upp á að vera í mynd á þessum fundi. Vísir/AFP
Svo virðist sem vandræðalegum augnablikum Donalds Trumps ætli seint að ljúka. Forsetinn sat fund í dag í Brussel á vegum Atlantshafsbandalagsins ásamt öðrum fulltrúum sambandslandanna. Í myndbandi sem deilt hefur verið á Netinu má sjá Trump ryðjast fram hjá forsætisráðherra Svartfjallalands, Dusko Markovic, í þeim tilgangi að komast fram fyrir hann og þannig í meiri nálægð við fjölmiðla.

Ráðgjafi Hvíta hússins gefur þó lítið fyrir þessa hegðun Trumps og segir þetta vera hans leið til að heilsa fólki. Þetta sé því einskonar „óformleg kveðja“.

Sjá má myndskeiðið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Trump vill að bandamenn sínir borgi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×