Erlent

Bandaríska alríkislögreglan neitar að veita eftirlitsnefnd gögn

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Reuters greinir frá því að Alríkislögreglan hyggist þurfa meiri tíma til að meta beiðnina frá eftirlitsnefndinni.
Reuters greinir frá því að Alríkislögreglan hyggist þurfa meiri tíma til að meta beiðnina frá eftirlitsnefndinni. Vísir / Getty
Bandaríska alríkislögreglan hefur neitað að gefa eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings gögn er varða samskipti á milli fyrrverandi stjórnanda Alríkislögreglunnar, James Comey, og forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps.

Reuters greinir frá því að alríkislögreglan hyggist þurfa meiri tíma til að meta beiðnina frá eftirlitsnefndinni. Nefndin á að hafa gefið lögreglunni tímamörk til að meta beiðnina og voru síðustu forvöð á miðvikudag þar sem sérstakur saksóknari hefur verið skipaður til að fara með rannsókn á meintum áhrifum Rússa á niðurstöður forsetakosninganna í nóvember og munu gögnin skipta máli í þeirri rannsókn.

Formaður nefndarinnar, Jason Chaffetz, segir að öll gögn skipti máli í þessari rannsókn og hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að gögnin þurfi að berast eigi síðar en 8.júní næstkomandi.


Tengdar fréttir

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump

Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×