Erlent

Bætur til Rómafólks

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænska lögreglan hélt skrá yfir Rómafólk.
Sænska lögreglan hélt skrá yfir Rómafólk. NORDICPHOTOS/AFP
Sænsk lögregluyfirvöld verða að greiða Rómafólki yfir 100 milljónir sænskra króna í bætur fyrir að hafa haldið skrá yfir það. Alls voru um 4.700 einstaklingar í skránni, þar á meðal börn sem voru þriggja ára.

Hver einstaklingur fær 35 þúsund sænskar krónur í bætur eða um 406 þúsund íslenskra króna.

Á vef sænska ríkisútvarpsins er haft eftir fulltrúa Civil Right De­fenders að sænska ríkið hafi nú viðurkennt að Rómafólkið hafi verið skráð eingöngu vegna uppruna síns. Það hafi nú fengið uppreisn æru. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×