Lífið

Sjáðu ótrúlegan flutning Chris Cornell á laginu Nothing Compares 2 U

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hans verður sárt saknað.
Hans verður sárt saknað.
Söngvarinn Chris Cornell svipti sig lífi í síðustu viku og er hann sagður hafa hengt sig á hótelherbergi í Detroit eftir tónleika með hljómsveit sinni Soundgarden.

Í yfirlýsingu sem talsmaður Cornell, Brian Bumbery, sendi fjölmiðlum í gær sagði að dauði rokkarans hefði verið óvæntur og að fjölskylda hans sé í áfalli. Bað hann sömuleiðis um að fjölskyldan fengi frið til að syrgja.

Cornell var 52 ára að aldri. Hann var söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave. Cornell og Soundgarden voru í fararbroddi Grunge-bylgjunnar frá Seattle á tíunda áratugi síðustu aldar ásamt sveitum á borð við Pearl Jam, Alice in Chains og Nirvana, en báðir söngvarar síðastnefndu sveitanna tveggja eru einnig horfnir yfir móðuna miklu.

Ein vinsælasta klippan á Reddit um þessar mundir er af Cornell þegar hann var gestur á útvarpsstöðinni SiriusXM. Þar tók hann einstaka útgáfu af laginu Nothing Compares 2 U eftir Prince sem  Sinéad O'Connor gerði vinsælt á sínum tíma.

Myndbandið var sett inn á YouTube þann 22. september árið 2015 en fór virðist vera átta sig fyrst á þessu núna. Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×