Enski boltinn

Rooney á leið til Kína en Griezmann og Dier eru efstir á óskalistanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kína, Rooney?
Kína, Rooney? vísir/getty
Fótboltahluta ensku úrvalsdeildarinnar lokið og tímabilinu um leið hjá öllum liðum deildarinnar eftir að Manchester United vann Evrópudeildina á Vinavöllum á miðvikudagskvöldið.

Nú er komið að sprellitímabilinu (e. Silly Season) þar sem ensku félögin byrja að styrkja sig fyrir átökin á næstu leiktíð. Kaupa þarf menn og selja og ensku blöðin hjálpa svo sannarlega til við það. Eða þannig.

Forsíður ensku íþróttablaðanna í morgun fjalla margar hverjar um Wayne Rooney sem ekki var valinn í enska landsliðið í gær. Það er þó ekki bara það sem vekur athygli heldur möguleg vistaskipti hans til Kína.

Ensku götublöðin Daily Mirror og The Sun segja bæði að hann sé á leið í kínversku úrvalsdeildina. Mirror segir hann heimta 600.000 pund á viku en Sun segir Rooney ætla að taka sér smá frí og ákveða sig svo.

Wayne Rooney kom inn á sem varamaður undir lok leiksins á móti Ajax og lyfti svo Evrópudeildarbikarnum en það var vafalítið það síðasta sem hann gerir fyrir liðið. Hann kom til United árið 2004 og er markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Fylla þarf í skörðin fyrir þá sem fara en sá leikmaður sem Manchester United vill mest er franski framherjinn Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid. Það hefur ekkert breyst.

The Times segir á forsíðu íþróttablaðsins að United ætli að eyða 200 milljónum punda í leikmenn í sumar og þar eru Griezmann og Eric Dier, miðjumaður Tottenham, efstir á óskalistanum.


Tengdar fréttir

Rooney ekki valinn í landsliðið

Landsliðsferli Wayne Rooney er líklega lokið en hann var ekki valinn í 25 manna hóp enska landsliðsins í morgun fyrir komandi landsleiki í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×