Sport

Bardagi hjá Conor og Mayweather yrði sirkus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er farinn að æfa box á fullu. Pottþéttur á því að það verði af bardaganum.
Conor er farinn að æfa box á fullu. Pottþéttur á því að það verði af bardaganum. vísir/getty
Hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya er ekki hrifinn af því að menn ætli að setja upp hnefaleikabardaga á milli MMA-bardagakappans Conor McGregor og boxarans Floyd Mayweather.

Conor er búinn að skrifa undir sinn hluta samningsins og nú er beðið eftir því að Mayweather geri slíkt hið sama.

„Þó svo þú sért góður í einni íþrótt þá þýðir það ekki að þú sért góður í annarri. Það er ekki eins og McGregor sé að fara að mæta einhverjum meðalmanni. Hann er að fara að mæta þeim besta,“ sagði De la Hoya lítt spenntur.

„Það lítur því miður út fyrir því að þessi sirkus sem bardaginn verður sé á leið í bæinn. Það er undir okkur áhugamönnum að sjá til þess að þessi farsi hætti. Ég skil samt vel að fólk sé spennt en þarna eru að mætast menn úr sitt hvorri íþróttinni.“

Mayweather hefur áhyggjur af því að þessi sirkus muni hafa skaðleg áhrif á hnefaleikaíþróttina til lengri tíma litið.

MMA

Tengdar fréttir

Conor setur pressu á Mayweather

Conor McGregor er byrjaður að æfa af krafti fyrir væntanlegan hnefaleikabardaga gegn Floyd Mayweather.

Floyd segir yfirgnæfandi líkur á að bardaginn fari fram

Floyd Mayweather segir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann muni draga hanskana fram úr hillunni og berjast við Conor McGregor í hringnum eftir að UFC-stjarnan tilkynnti að hans menn væru búnir að ganga frá pappírsvinnuni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×