Sport

Jets ræður konu í þjálfarateymið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Todd Bowles er fyrstur til þess að ráða konu í þjálfarateymið sitt.
Todd Bowles er fyrstur til þess að ráða konu í þjálfarateymið sitt. vísir/getty
NFL-liðið New York Jets hefur ákveðið að ráða konu sem þjálfara í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Sú heitir Collette Smith og er 44 ára gömul. Hún mun vinna með varnarmönnum liðsins. Hún hefur verið að vinna fyrir kvennaliðið New York Sharks en hún lék með liðinu áður en hún byrjaði að þjálfa það.

Smith er frá New York og hefur verið stuðningsmaður Jets frá barnæsku. Hún var mikið á æfingum hjá liðinu síðasta vetur og náði þá að kynnast Todd Bowles, þjálfara liðsins.

„Ég er í skýjunum. Auðmjúk og stolt,“ sagði Smith eftir að hafa fengið starfið.

„Svona hefði getað gerst hjá öllum liðum en að ég hafi fengið þessu vinnu hjá mínu liði er stórkostlegt. Ég hefði tekið vinnu hjá hvaða liði sem er en síst hefði ég þó viljað fara til New England Patriots.“

Með þessari ráðningu fellur enn einn múrinn í Bandaríkjunum og þessi er stór enda er NFL-deildin mikið karlavígi.

„Það er mikil ábyrgð á herðum okkar kvenna. Nú þarf ég að bera þessa ábyrgð og hjálpa til við að segja konum að eiga stóra drauma. Einn daginn mun kona þjálfa NFL-lið og það verður ekki einu sinn stórfrétt heldur sjálfsagt mál.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×