Innlent

Vænta útspils frá ríkinu síðdegis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri.
Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur
Tilboðs frá ríkinu í kjaradeilu þess við sjúkraflutningamenn er að vænta síðar í dag. Uppsagnir sex sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi munu að óbreyttu taka gildi í dag - nái deiluaðilar ekki samkomulagi.

„Við erum bara að bíða,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurður segist hann vongóður um að samkomulag náist í dag, en að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig um viðræðurnar á þessum tímapunkti.

Mikillar óánægju hefur gætt meðal sjúkraflutningamanna vegna kaupa þeirra og kjara, og vanefnda fjármálaráðuneytisins við að ljúka vinnu við endurskoðun kjarasamninga. Sjúkraflutningamenn hins vegar frestuðu gildistöku uppsagna um eina viku og rennur sá frestur út í kvöld.


Tengdar fréttir

Engir sjúkraflutningamenn eru staðsettir á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×