Íslenski boltinn

Margrét Lára ósátt með að fara útaf og henti fyrirliðabandinu í liðsfélaga sinn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, og því hafa viðbrögð hennar í leik Vals og Grindavíkur í gær vakið athygli.

Margrét Lára skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Vals á Grindavík. Úlfur Blandon, þjálfari Vals, ákvað hinsvegar að taka hana af velli á 56. mínútu leiksins en staðan var þá orðin 4-1 fyrir Val.

Margrét Lára virtist ekkert skilja neitt í skiptingunni og var greinilega mjög ósátt með þessa ákvörðun þjálfarans. Hún gerði gott betur en að tjá óánægju sína því hún henti fyrirliðabandinu í liðsfélaga sinn Málfríði Ernu Sigurðardóttur um leið og hún strunsaði af velli.

Margrét Lára var í dag valinn í íslenska landsliðið sem spilar vináttuleiki við Írland og Brasilíu í næsta mánuði.

Atvikið með Margréti Láru verður rætt nánar í Pepsimörkunum kvenna í kvöld þar Helena Ólafsdóttir og gestir hennar fara yfir sjöttu umferð deildarinnar.

Pepsimörk kvenna hefjast klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá þegar Margrét Lára var tekin af velli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×