Erlent

28 létu lífið í árás á rútu kristinna manna í Egyptalandi

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn hópur hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.
Enginn hópur hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AFP
28 eru látnir og 25 særðust í árás hóps manna á rútu með koptískum kristnum í Egyptalandi fyrr í dag.

Rútan var á leið frá Minya-héraði til klausturs heilags Samúels, um 135 kíómetrum suður af höfuðborginni Kaíró, þegar ráðist var á rútuna.

Í frétt BBC segir að enginn hópur hafi enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en hryðjuverkasamtökin ISIS hafi ítrekað ráðist á kirkjur koptískra kristinna síðustu misserin.

46 manns létu lífið í sjálfsvígssprengjuárásum í Egyptalandi síðasta pálmasunnudag, 9. apríl, í Alexandríu og Tanta. Þá létu 29 manns lífið í annarri sjálfsvígssprengjuárás í höfuðborginni Karíó í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×