Formúla 1

Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jenson Button á McLaren bílnum á fimmtudagsæfingu fyrir Mónakókappaksturinn.
Jenson Button á McLaren bílnum á fimmtudagsæfingu fyrir Mónakókappaksturinn. Vísir/Getty
Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár.

Button ók fyrir McLaren liðið til loka síðasta tímabils og hefur raunar einungis misst af fimm keppnum, hann hins vegar hafði ekki ekið Formúlu 1 bíl í um hálft ár þar til á æfingum í gær. Þar endaði Button 14. hraðasti á fyrri æfingunni en 12. á þeirri seinni.

„Ég hef ekki saknað Formúlu 1 en þegar ég er að keyra bílinn þá nýt ég þess í botn,“ sagði Button eftir æfingarnar í gær.

„Það tekur tíma að venjast auknum hraða, ég mun nýta tímann vel með verkfræðingunum til að finna bætingar fyrir tímatökuna á laugardag. Bílarnir virka mjög stórir á brautinni hér,“ bætti Button við.

Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is.


Tengdar fréttir

Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018

Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×