Innlent

Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn með nýjan kjarasamning

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil óánægja hefur verið meðal hlutastarfandi sjúkraflutningamanna.
Mikil óánægja hefur verið meðal hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Samninganefndir fjármálaráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning fyrir hlutastarfandi sjúkraflutningamenn. Samkomulag náðist nú síðdegis samkvæmt heimildum Vísis.

Mikil óánægja hefur verið meðal hlutastarfandi sjúkraflutningamanna með að fá ekki kjara­samn­ing og fór boltinn að rúlla í viðræðunum eftir að sex af sjö sjúkraflutningamenn í hlutastarfi á Blönduósi sögðu upp störfum.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×