Innlent

Hættir formennsku í Hollvinafélagi MR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt vill að bætt verði úr húsnæði MR.
Benedikt vill að bætt verði úr húsnæði MR. vísir/vilhelm
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er hættur við að gefa kost á sér til formennsku í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Hann greindi frá þessu í ræðu sem hann hélt við skólaslit MR í gær þar sem rúmlega 200 stúdentar voru brautskráðir.

Í ræðu sinni sagði Benedikt að kannski hefði skólinn liðið fyrir það að margir stjórnmálamenn hefðu komið úr skólanum. Þeir væru hræddir um að láta skólann njóta jafnræðis við aðra skóla af ótta við að vera sakaðir um að hygla sínum gamla skóla. „Í ljósi þess sagði ég frá því að ég hygðist ekki gefa kost á mér til endurkjörs í Hollvinafélaginu í þetta sinn, þannig að ekki kæmu upp ásakanir af þessu tagi í minn garð, þó að svo vildi til að einhvern tíma verði staðið við loforð um að bætt verði úr húsnæði skólans og hann njóti jafnræðis við aðra,“ segir Benedikt á Facebook.

Aðalfundur Hollvinafélagsins fer fram í dag. Auk Benedikts gaf Hrafnkell Hringur Helgason kost á sér í embættið. Í fundarboði kemur fram að framboðsfrestur rennur út sjö dögum fyrir aðalfund. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×