Erlent

Árásin í Manchester: Tveir ungir menn handteknir

Anton Egilsson skrifar
Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar.
Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar. Vísir/EPA
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Mennirnir sem eru 20 og 22 ára að aldri eru grunaðir um aðild að árásinni að sögn lögregluyfirvalda í Manchester.

Alls ellefu einstaklingar eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar sem gerð var á mánudagskvöld þegar hinn 22 ára gamli Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar með þeim afleiðingum að 22 einstaklingar létust og tugir slösuðust. Meðal þeirra sem lögregla hefur í haldi er bróðir Abedi.  

Atvikið átti sér stað að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande. Grande sem er ein vinsælasta söngkona heims hefur gefið það út að hún hyggist snúa fljótlega aftur til Manchester og halda styrktartónleika fyrir fjölskyldur þeirra sem létust í árásinni.

Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London en 56 manns týndu lífi sínu í árásunum.


Tengdar fréttir

Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri

Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×