Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,9 í Bárðarbungu

Anton Egilsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Magnús Tumi.
Jarðskjálfti að stærð 3,9 mældist í Bárðarbunguöskju um klukkan hálf tíu í morgun. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur einnig fram að um 70 skjálftar hafi mælst við Bárðarbungu í síðustu viku, 30 fleiri en vikuna á undan. Þrír skjálftar voru yfir þremur stigum og urðu þeir allir, við norðanverða öskjubrúnina, að kvöldi 20. maí en þann dag var hvað mest virkni á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×